White lady kokteillinn varð upprunalega til árið 1919 í London hjá manni að nafni Harry MacElhone. Upprunalega uppskriftin notaðist við myntu líkjör í stað gins, en 10 árum seinna breytti Harry uppskriftinni að þeirri sem við þekkjum í dag.
Drykkurinn er klassískur og sérstaklega ljúffengur með eggjahvítufroðu sem gerir hann líka silkimjúkan.
Gin, 6 cl / Ég notaði Roku
Cointreau, 3 cl
Sítrónusafi, 3 cl
Sykursíróp, 3 cl
Eggjahvíta, 1 stk
Setjið öll hráefni í kokteilhristara og hristið vel til þess að mynda góða froðu.
Bætið klökum út í hristarann og hristið þar til drykkurinn er ískaldur.
Síið í glas og skreytið með sítrónu.
Commenti