Amarena kirsuberja tequila sunrise
- Snorri
- 6 days ago
- 1 min read
Stundum þarf maður bara litríkan og kaldan kokteil sem er bæði fallegur og ferskur. Þessi útgáfa af klassíska kokteilnum tequila sunrise fær smá lúxusmeðferð með amarena kirsuberjasírópi sem gefur drykknum dýpt og sætu.
þetta er fullkominn drykkur á sólríkum degi (eða þegar þig langar að láta eins og það sé sól úti).

50 ml tequila
100 ml appelsínusafi
15 ml grenadine
15 ml amarena kirsuberjasíróp (safinn úr krukkunni)
Klakar
1 amarena kirsuber til skrauts
1 Appelsínusneið til skrauts
Fylltu glas með klökum, helltu tequila og appelsínusafa yfir klakana.
Blandaðu saman grenadine og kirsuberjasíróp í litlu glasi og helltu varlega ofan í glasið þannig að blandan sígi niður og myndi fallega lagskiptingu.
Skreyttu með amarena kirsuberi og appelsínusneið.
Comments