top of page

Tequila lime spritzer með Tajín saltbrún

Ef þú elskar ferska og létta kokteila með smá krydduðu twisti, þá er þessi tequila lime spritzer með Tajín fullkominn! Hann er ljósgylltur á litinn, með fullkomnu jafnvægi milli sýru, sætu og krydds – og Tajín-brúnin gerir hann sérstaklega skemmtilegan!


60 ml tequila

30 ml ferskur límónusafi

20-30 ml agavesíróp (eða einfalt sykursíróp)

90 ml sódavatn

Klakar

Tajín kryddblanda (fæst t.d. í Fiska)

Límónusneið til skrauts


  1. Bleyttu glasbrúnina með límónusafa og veltu upp úr Tajín.

  2. Fylltu glasið með klökum.

  3. Helltu tequila, límónusafa og agavesírópi í glasið og hrærðu vel.

  4. Fylltu upp með sódavatni og hrærðu létt saman.

  5. Skreyttu með límónusneið og njóttu!


Comentarios


bottom of page