Hér höfum við skemmtilegan kokteil í boði eins af betri barþjónum landsins, en það er hann Jónas Heiðarr, einn af eigendum Jungle cocktail bar. Kíkið endilega á instagramið hans þar sem hann deilir fullt af skemmtilegum fróðleik tengdum kokteilum.
Hér er á ferðinni hrikalega einfaldur og ferskur vodka kokteill. Þarf ekki að vera flókið að útbúa ljúffengan kokteil heima við. Skemmtilegt jafnvægi á milli hitans í piparnum og sætunni úr jarðaberjunum gera þenna kokteil einstaklega ljúffengan og svalandi!
Vodka, 45 ml
Ferskur sítrónusafi, 20 ml / Lang best að notast við ferskan safa. Alls ekki nota tilbúinn safa úr flösku.
Sykursíróp*, 20 ml Fersk jarðaber, 2-3 stk
Mulinn svartur pipar, eftir smekk.
Byrjið á því að setja jarðaberin og sírópið í hristarann og kremjið berin vel.
Bætið restinni af hráefnunum ásamt nóg af klaka og hristið vel.
Tví-sigtið kokteilinn í kælt viskí glas og skreytið með jarðaberjum og svörtum pipar.
*Sykursíróp 1:1
Vatn, 500 g
Hvítur sykur, 500 g
Setjið sykur og vatn í pott á miðlungs hita og hrærið þangað til að sykurinn er búinn að leysast upp. Leyfið að kólna að fullu áður en sýrópið er sett á flösku og geymt í kæli. Geymist vel í 2-3 vikur í kæli.
Kommentare