Sidecar er vinsæll og klassískur kokteill frá sirka 1920 úr koníak, triple sec og sítrónusafa og á að vera í súrari kanntinum. Margir væta glasbrúnina með sítrónu og dýfa glasinu í sykur til þess að koma til móts við sýruna í drykknum en það er smekksatriði hvers og eins.

Remy Martin 1738, 5 cl
Cointreau, 2,5 cl
Nýkreistur sítrónusafi, 2,5 cl
Angustora bitterar, 2-3 döss / Má sleppa
Sykur / Má sleppa
Vætið glasbrún með sítrónu og dýfið í sykur. Geymið svo í kæli (má sleppa).
Setjið koníak, Cointreau, sítrónusafa og bittera í kokteilhristara með klökum.
Hristið vel og hellið í kælt glas.
Skreytið með appelsínu eða sítrónuberki.
*Þessi færsla er unnin í samstarfi við Vínnes ehf
Comments