Paloma er vinsælasti Tequila kokteillinn í Mexíkó (já, vinsælli en Margarítan!). Kokteillinn er sérstaklega einfaldur í framkvæmd og einstaklega frískandi.
Oft tíðkast að nota sykrað greipaldingos í drykkinn en það er líka ljúffengt að notast við nýkreistann greipaldinsafa og sæta drykkinn eftir eigin smekk.
Paloma:
Tequila, 6 cl / T.d. Sauza
Nýkreistur greipaldinsafi, 6 cl / Eða greipaldingos
Nýkreistur límónusafi, 2 cl
Sykursíróp*, 2 cl eða eftir smekk
Sódavatn eftir þörfum
Salt
Nuddið rönd glassins með límónubát og þrýstið glasinu svo í salt svo saltið festist við.
Blandið saman Sauza Tequila, greipsafa, límónusafa og sykursírópi (bætið við meira sírópi ef vill).
Fyllið glasið af muldum klökum og hellið Tequila blöndinni í glasið. Toppið með sódavatni.
Skreytið með sneið af greipaldin og röri.
*Einfalt sykursíróp
Setjið 200 ml af vatni og 200 g af sykri í lítinn pott og stillið á miðlungshita. Hrærið í þar til sykurinn er bráðnaður og takið þá af hitanum. Hellið í glerflösku eða krukku með loki og geymið í kæli í allt að 3 vikur.
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Vínó vínklúbb
Comments