top of page

Mangó romm refresher

Þessi mangó romm refresher er svo bragðgóður og svalandi að ef maður lokar augun getur maður svo svarið að maður sé staddur í sandölum á fallegri strönd á spáni.


Passið að notast við þroskað mangó og ferskan límónusafa. Það munar öllu!


Mangó purée*, 1 dl

Romm, 6 cl

Sykursíróp, 3 cl

Límónusafi, 2 cl


  1. Setjið öll hráefni saman í kokteilhristara ásamt klökum og hristið þar til drykkurinn er ískaldur.

  2. Síið í klakafyllt glas og skreytið með myntu og límónusneið.

Mangó purée, nóg í 4 drykki

Ferskt mangó í bitum, 300 g

Ananas safi, 1 dl


  1. Maukið saman í blandara þar til maukið er silkimjúkt.

Comments


bottom of page