Madras kokteillinn er eins einfaldur og þeir gerast en engu að síður afskaplega frískandi og einstakega ljúffengur þegar notast er við gæða hráefni.
Madras:
Vodka, 4,5 cl / T.d. Russian standard
Trönuberjasafi, 9 cl
Appelsínusafi, 3 cl / Nýkreistur helst
Appelsínusneið til skrauts
Fyllið glas af klökum. Bætið vodka og trönuberjasafa út í og hrærið í vökvanum.
Hellið appelsínusafa yfir og skreytið með appelsínusneið.
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Vínó vínklúbb
Comments