top of page

Holy moly!

Updated: Nov 8, 2021

Þessi ljúffengi kokteill fékk nafnið Holy Moly! að parti til vegna þess að hann inniheldur St. Germain.

Brögðin af rabbarbara og engifer gini, ylliblómunum í St. Germain, kirsuberjum og sítrónu hristast saman með eggjahvítu þar til falleg þykk froða myndast og maður getur ekki annað en sagt “holy moly!” þegar maður tekur fyrsta sopann.

4,5 cl Whitley Neill rabbarbara & engifer gin

3 cl St. Germain

2 cl sítrónusafi

2 cl síróp úr kirsuberjakrukku

1 eggjahvíta

Kirsuber til skrauts


  1. Setjið öll hráefnin í kokteilhristara og hristið kröftuglega í 20 sek. Bætið klökum út í og hristið áfram í 10-15 sek.

  2. Síjið í kokteilglas og skreytið með kirsuberi þræddu á kokteilpinna.

Commentaires


bottom of page