top of page

Vodka & Galliano bitter kokteill með aquafaba froðu

Frískandi og fallegur kokteill úr vodka, Galliano bitter og appelsínusafa með aquafaba froðu.


Aquafaba er vökvinn úr dós af kjúklingabaunum en hann má nota alveg eins og eggjahvítur (3 cl Aquafaba = 1 eggjahvíta) og er frábært hráefni í vegan kokteila.

Russian standard vodka, 3 cl

Galliano bitter, 4,5 cl

Appelsínusafi, 6 cl

Sítrónusafi, 1,5 cl

Sykursíróp, 1,5 cl

Aquafaba*, 3 cl

Appelsínubátur til skrauts


  1. Setjið öll hráefnin í kokteilhristara og hristið kröftuglega í 15 sek.

  2. Bætið við klökum og hristið þar til kokteilhristarinn er ískaldur viðkomu.

  3. Síið í hátt glas og skreytið með appelsínubát.


Þessi færsla er unnin í samstarfi við Vínnes ehf

Commentaires


bottom of page