top of page

Dalgona White Russian

Eru nokkuð allir komnir með nóg af Dalgona kaffi trendinu? Ég er allaveganna nokkuð viss um að þessi Dalgona White Russian kokteill eigi eftir að fá þig til að skipta um skoðun.


Þeytta kaffið og súkkulaðikurlið taka White Russian upp á næsta stig og gera kokteilinn einstaklega ljúffengann!

Russian standard vodka, 4,5 cl

Kahlua, 3 cl

Rjómi, 3 cl

Þeytt kaffi* eftir smekk

Rifið súkkulaði eftir smekk


1. Fyllið glas af klökum, hellið Russian standard vodka, Kahlua og rjóma yfir. Toppið

með þeyttu kaffi og hrærið smá í.

2. Rífið súkkulaði yfir og njótið.


Dalgona kaffi / Þeytt kaffi (Nóg í 2-3 kokteila)

Skyndikaffi, 2 msk

Sykur, 2 msk

Sjóðandi vatn, 2 msk


1. Pískið allt saman af krafti þar til blandan verður ljós á litinn og áferðin minnir á

þeyttan rjóma


Þessi færsla er unnin í samstarfi við Vínnes ehf

Comments


bottom of page