top of page

Clover Club

Clover Club kokteilinn varð til rétt fyrir aldamótin 1900 á Bellevue-Stratford hótelinu í Philadelphia þar sem rithöfundar, lögfræðingar og athafnamenn borgarinnar söfnuðust saman yfir drykkjum og ræddu málefni dagsins. Drykkurinn er ferskur, sætur og sérstaklega ljúffengur með eggjahvítu froðu og það kemur ekki á óvart að hann var í uppáhaldi hjá elítunni.


Martin Miller´s Gin, 7,5 cl

Grenadine síróp, 3 cl

Nýkreistur sítrónusafi, 3 cl

Eggjahvíta, 1 stk

Hindber, 3 stk

  1. Setjið öll hráefni fyrir utan hindberin saman í kokteilhrista og hristið vel til að mynda góða froðu.

  2. Bætið klökum út í kokteilhristarann og hristið kröftuglega í stutta stund til að kæla drykkinn vel.

  3. Síið í kokteilglas og skreytið með hindberjum.


*Þessi færsla er unnin í samstarfi við Vínnes ehf

bottom of page