top of page

Bumblebee

Hunang, romm, sítrónusafi og eggjahvíta koma hér saman til að mynda þennan frískandi kokteil sem er fullkominn félagi á góðu sumarkvöldi.

Hráefni:

Dökkt romm, 6 cl

Nýkreistur sítrónusafi, 3 cl

Hunangssíróp*, 3 cl

Angustora bitterar, 3-4 döss

Eggjahvíta, 1 stk

Sítrónubörkur, 1 ræma

  1. Setjið öll hráefnin saman í kokteilhristara og hristið vel í nokkrar sekúndur.

  2. Bætið klaka út í hristarann og hristið vel í 15 sek.

  3. Síið í kælt kokteilglas og kreistið ræmu af sítrónuberki yfir.

Hunangssíróp (nóg í 4 kokteila):

Hunang, 60 ml

Heitt vatn, 60 ml

  1. Setjið hunang í glas og hellið heitu vatninu yfir. Hrærið aðeins í með skeið þar til vatnið og hunangið hafa samlagast og látið svo kólna.


Commentaires


bottom of page