top of page

Bramble

Bramble varð til á níunda áratugnum í Soho, London. Hannaður af Dick Bradsell sem einnig á heiðurinn af Espresso Martini. Upprunalega er notast við Crème de Mûre í þennan drykk, en það er franskur brómberjalíkjör. Líkjörarnir eru eins misgóðir og þeir eru margir en íslensku bláberja -og krækiberjalíkjörarnir frá Snorra í Reykjavík Distillery eru dúndur í þessa klassík.


Þessi uppskrift er í boði Jónasar Heiðarrs, einum af betri barþjónum landsins og einum af eigendum kokteilbarsins Jungle coctailbar. Endilega kíkið á Jónas á Instagram þar sem hann er með skemmtilegan fróðleik um kokteilagerð og fleira!

-Bramble-

Gin, 45 ml

Ferskur sítrónusafi, 20 ml

Sykursíróp*, 15 ml

Crème de Mûre, bláberjalíkjör eða krækiberjalíkjör, 15 ml

  1. Bætið öllum hráefnum nema Crème de Mûre í viskíglas með muldum klaka og hrærið vel.

  2. Bætið við meiri klaka og hellið svo líkjörnum varlega yfir klakann.

  3. Skreytið með myntu og berjum.


*Sykursíróp 1:1

Vatn, 500 g

Hvítur sykur, 500 g

  1. Setjið sykur og vatn í pott á miðlungs hita og hrærið þangað til að sykurinn er búinn að leysast upp.

  2. Leyfið að kólna að fullu áður en sýrópið er sett á flösku og geymt í kæli. Geymist vel í 2-3 vikur í kæli.



bottom of page