top of page

Bláber, rósmarín og gin

Updated: May 27, 2021

Frískandi drykkur úr heimagerðu bláberjasírópi, gini og rósmarín. Fullkominn til þess að sötra á í góðra vina hópi.

Gin, 6 cl / T.d. Roku

Bláberjasíróp*, 3 cl

Nýkreistur sítrónusafi, 3 cl

Rósmarín grein, 1 stk

Bláber, til skrauts

  1. Bætið gini, bláberja sykursírópi, sítrónusafa og litlum rósmarínstilk út í kokteilhristara ásamt helling af klökum. Hristið vel í stutta stund og sigtið svo í kælt glas fyllt af muldum klökum.

  2. Skreytið með bláberjum og rósmarín grein.


Bláberjasíróp:

Bláber, 60 g

Hunang, 30 ml

Vatn 30 ml

Sítrónubörkur, 2 cm ræma

  1. Setjið öll hráefni í lítinn pott og kremjið berin. Stillið á miðlungshita og látið malla í nokkrar mín þar til sírópið hefur tekið fallegan lit og er aðeins byrjað að þykkjast.

  2. Síið í glas og kælið. Úr þessari uppskrift ættu að verða um 6 cl af sírópi en það má auðveldlega skala uppskriftina upp ef þarf.

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Vínó vínklúbb



コメント


bottom of page