Ananas, kirsuber & vodka
- Snorri
- Jun 24, 2021
- 1 min read
Nú er hitastigið að hækka og sólin ætlar að láta sjá sig! Hvað er þá betra en svalandi kirsuberja og ananas drykkur til að kæla sig niður?

Vodka, 4,5 cl
Kirsuberjasafi, 3 cl
Ananassafi, 6 cl
Kirsuber til skrauts
Setjið vodka og kirsuberjasafa í glas og hrærið lítillega saman.
Fyllið glasið af muldum klökum og toppið með ananassafa.
Skreytið með kirsuberi.
Comments