top of page

Bulgur & edamame salat

Sumarlegt og seðjandi bulgur salat sem passar vel með kjúkling eða bara eitt og sér.

Sjóðið bulgur eftir leiðbeiningum á umbúðum en hafið augun með þeim svo þær festist ekki við botninn á pottinum.


 

1 msk Persnesk kryddblanda fyrir grjón og quinoa (Krydd & Tehúsið)

1 dl Bulgur

50 g Edamame baunir

4 g Myntulauf

4 g Kóríanderlauf

4 g Steinseljulauf

2 Radísur

1 Vorlaukur

0.5 Hvítlauksrif

Kreista af sítrónusafa

Smá extra extra virgin ólífuolía

 
  1. Sjóðið bulgur eftir leiðbeiningum en bætið kryddblöndu og um 0,5 tsk flögusalti með út í pottinn.

  2. Saxið myntu, steinselju og kóríander lauf. Sneiðið graslauk og radísur.

  3. Pressið 0.5 hvítlauksrif og hrærið saman við heitt bulgur í skál. Leyfið að kólna í 1-2 mín.

  4. Hrærið skornum kryddjurtum og grænmeti saman við ásamt kreistu af sítrónusafa og smá extra virgin ólívuolíu. Smakkið til með salti og meiri sítrónusafa ef þarf.



Comments


bottom of page