Þessar súkkulaði smákökur eru skotheldar og hafa alltaf reynst vel þegar ég hef boðið upp á þær. Fyrir þá sem eru smeikir við chili'ið má sleppa því út, en þær eru engu verri fyrir vikið.
120 gr ósaltað smjör 120 gr 56% súkkulaði, skorið smátt 1 bolli púðursykur (þjappið vel í bollann) 1/2 bolli sykur 2 tsk vanilludropar 2 stór egg 1 bolli all purpose hveiti 1/2 bolli kakóduft 1 msk kanil 1-2 tsk chili duft 1/2 tsk matarsódi 1/2 tsk salt 1/4 tsk cayenne pipar 1 bolli súkkulaðibitar
Hitið ofninn í 170° yfir & undirhita
Skerið smjörið í litla kubba og setjið í hitaþolna skál ásamt 56% súkkulaðinu. Hitið í örbylgjunni í 25 sek í senn og hrærið á milli þar til allt er bráðið saman. Leyfið blöndunni svo að ná stofuhita aftur.
Hrærið eggin, púðursykurinn, sykurinn og vanilludropana vandlega saman með handþeytara og hrærið svo súkkulaðiblöndunni saman við.
Hrærið hveitið, kakóduftið, kanil, chili duftið, matarsóda, salt og cayenne pipar vandlega saman í skál með.
Hrærið hveitiblöndunni út í hina blönduna með handþeytara í 2 skömmtum en passið að ofhræra ekki.
Blandið súkkulaðibitunum út í og hrærið saman með sleif eða sleikju.
Notist við ísskeið eða 2 skeiðar til að mynda 9 kúlur á bökunarpappír sem eru í magni sirka 1.5 - 2 msk.
Bakið í 7 mín, snúið bökunarplötunni svo við og bakið í aðrar 7 mín.
Kökurnar eru mjög mjúkar þegar þær koma úr ofninum þannig að rennið kökunum ennþá á bökunarpappírnum yfir á vírgrind til þess að kólna og endurtakið þar til deigið er búið.
Comments