Risarækjur, stökkt beikon, sveppir og linguine í rjómalagaðri parmesansósu með klettasalati og ferskum smátómötum.
Hættu nú alveg hvað þetta er gott!
Fyrir 4:
Risarækjur, 400 g
Beikon, 8 sneiðar
Linguine, 320 g / Eða tagliatelle, jafnvel spaghetti
Sveppir, 150 g
Laukur, 100 g
Hvítlauksrif, 4 stk
Hvítvín, 80 ml
Rjómi, 250 ml
Fiskikraftur, 1 teningur
Parmesan, 30 g + meira yfir
Sítróna, 1 stk
Fersk steinselja, 10 g
Klettasalat, 50 g
Smátómatar, 150 g
Sósujafnari, eftir þörfum
Stillið ofn á 180 °C blástur.
Raðið beikoni á ofnplötu með bökunarpappír og bakið í miðjum ofni í 12-14 mín (fylgist með svo beikonið brenni ekki við).
Færið beikonið á disk með eldhúspappír og þerrið fituna af. Leyfið beikoninu að kólna og grófsaxið það svo. Geymið
Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum á pakka.
Saxið lauk og rífið eða skerið sveppi í bita. Hitið olíu á stórri pönnu og steikið sveppina þar til þeir eru eldaðir í gegn og farnir að brúnast aðeins.
Bætið lauk út á pönnuna og steikið þar til laukurinn er orðinn glær og mjúkur. Pressið hvítlauk út á pönnuna og steikið í 1-2 mín. Saltið aðeins.
Bætið hvítvíni út á pönnuna og látið sjóða niður um helming. Bætið rjóma út á pönnuna, rífið parmesan ost og hrærið saman við rjómann ásamt fiskikrafti.
Bætið rækjunum út á pönnuna og látið sósuna malla í nokkrar mín þar til rækjurnar eru fulleldaðar og sósan búin að þykkjast svolítið. Notið sósujafnara ef þess þarf. Smakkið til með salti og pipar.
Saxið steinselju smátt og rífið börkinn af ½ sítrónu (passið að taka ekki hvíta undirlagið með)
Blandið pasta, steinselju, sítrónuberki og beikoni saman við rækjurnar og sósuna á pönnunni.
Rífið veglegt magn af parmesan osti yfir og berið fram með klettasalati og smátómötum.
Comments