top of page

Rauðkáls- lime salat

Updated: Jun 11, 2018


Þetta rauðkáls- lime salat er frábært meðlæti og þá sérstaklega með tacos. Það tekur enga stund að henda í þetta salat en trixið er að skera rauðkálið eins þunnt og mögulegt er.

 

Rauðkál, 150 g

Lítið lime, 1 stk (eða hálft venjulegt)

Sýrður rjómi, 1 msk

Kóríander, 3 g

Salt eftir smekk.

 

Rífið rauðkál þunnt, helst með mandolíni og setjið í skál. Rífið börkinn af lime en passið að taka ekki hvíta undirlagið með og skerið kóríander smátt (líka stilkana). Hrærið lime berki, kóríander og sýrðum rjóma saman við rauðkálið ásamt smá kreistu af lime safa. Smakkið til með smá salti.

Comments


bottom of page