top of page

Vatnsmelónu margaríta

Segðu halló við nýju uppáhalds margaríta uppskriftina þína! Það er fátt meira svalandi en vatnsmelóna, nema kannski vatnsmelóna í margaríta formi.


Galdurinn við þessa margarítu er að velja sem besta vatnsmelónu. Það gerir þú með því að velja þér vatnsmelónu sem er með gulan blett. Guli bletturinn myndast á vatnsmelónunni á meðan hún liggur á jörðinni áður en hún er týnd en melónur án gula blettsins hafa verið týndar of snemma og eru því óþroskaðar og því ekki jafn sætar.


Ef þú vilt fara alla leið í vatnsmelónunni þá mæli ég með að búa til vatnsmelónusírópið, en ef tíminn er af skornum skammti þá er drykkurinn líka ljúffengur með einföldu sykursírópi.

Melónu margaríta

Vatnsmelóna, 100 g

Mynta, 2-3 lauf

Tequila, 3 cl

Cointreau, 3 cl

Ferskur lime safi, 1,5 cl

Vatnsmelónu sykursíróp*, 1,5 cl / Má vera venjulegt

Flögusalt ef vill


1. Fræhreinsið melónu og setjið í kokteilhristara ásamt myntulaufum. Stappið

melónuna vel til þess að ná vökvanum úr og bætið þá tequila, Cointreau, lime safa og

vatnsmelónu sykursírópi saman við.

2. Bætið klökum út í og hristið vel.

3. Vætið glasbrúnina með límónusafa og dýfið í flögusalt.

4. Síið drykkinn í glasið og skreytið með lime sneið og myntu.


Vatnsmelónu sykursíróp

Vatnsmelóna, 100 g

Sykur, 1 dl


1. Fræhreinsið melónuna.Setjið í lítinn pott ásamt sykur og stillið á miðlungshita.

2. Kremjið melónuna með kartöflustappara eða öðru álíka tóli til þess að ná vökvanum

úr vatnsmelónunni og hitið í nokkrar mín þar til sykurinn er bráðnaður. Hrærið

reglulega.

3. Hellið í gegnum fínt sigti og þrýstið á melónuna til þess að ná sem mestum vökva út.

Látið kólna smá og geymið svo í íláti með loki kæli í allt að 2 vikur.


Þessi færsla er unnin í samstarfi við Vínnes

Comments


bottom of page