top of page

Jarðarber, basilíka og vodka

Updated: Jun 13, 2021

Jarðarber, basilíka og vodka koma saman í sumarlegum og svalandi drykk sem tékkar í öll réttu boxin.


Hér skiptir öllu máli að vera með vel þroskuð, safarík og sæt jarðarber!

Vodka, 4,5 cl

Sykursíróp, 3 cl

Nýkreistur sítrónusafi, 3 cl

Jarðarber, 4-5 stk

Basilíka, 4-5 lauf + skraut


  1. Setjið 4 meðalstór jarðarber í kokteilhristara ásamt basilíku og sítrónusafa og stappið vel. Bætið sykursírópi og vodka og út í ásamt klökum og hristið vel í 15 sek.

  2. Tvísigtið í glas fyllt af klökum. Sneiðið síðasta jarðarberið og bætið út í drykkinn ásamt basilíku til skrauts.



Comments


bottom of page