Hér er mitt twist á klassískan whiskey sour. Hunangs-timían whiskey sour úr heimalöguðu hunangs- timían sírópi og silkimjúkri eggjafroðu. Mæli með!
Hunangs- timían whiskey sour:
Viskí, 6 cl / T.d. Makers Mark
Nýkreistur sítrónusafi, 3 cl
Hunangs- timían síróp*, 3 cl
Eggjahvíta, 1 stk
Setjið öll hráefnin í kokteilhristara og hristið vel í 15 sekúndur til þess að mynda góða froðu.
Bætið við klökum og hristið vel í nokkrar sek þar til drykkurinn er ískaldur.
Síið í kælt kokteilglas og skreytið með timíangreinum.
Hunangs- timían síróp:
Hunang, 6 cl
Vatn, 6 cl
Timíangreinar, 8 stk
Hitið vatn að suðu og hellið yfir hunangið. Hrærið aðeins í þar til hunangið hefur bráðnað.
Bætið timíangreinum út í og látið standa í 30 mín. Fjarlægið svo timíangreinarnar.
Þessi uppskrift af sírópi nægir í 4 kokteila en hana má auðveldlega skala upp.
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Vínó vínklúbb
Comments