top of page

Hafrakökur með súkkulaði og trönuberjum

Hafrakökur eru algjör klassík og við erum öll sjúk í þær. Sérstaklega þegar þær eru pínu chewy og fullar af súkkulaði og trönuberjum eins og þessar.

Það er ekki mikið meira um þetta að segja. Þetta eru geggjaðar kökur. Drífið ykkur að baka!

Ósaltað smjör, 250 g / Við stofuhita

Púðursykur, 200 g

Sykur, 120 g

Egg, 2 stk

Vanilludropar, 2 tsk

Dökkur molasses, 1 msk

Hveiti, 200 g

Matarsódi, 1 tsk

Salt, 1 tsk

Kanill, 1 tsk

Hafrar, 250 g

Súkkulaðidropar, 150 g / Ég notaði 51% dropana frá Kirkland úr Costco

Trönuber, 125 g

 
  1. Setjið smjörið í skál á matvinnsluvél og látið vélina ganga á miðlungshraða nokkrar mín þar til smjörið er orðið alveg mjúkt. Bætið sykur og púðursykur út í skálina og látið vélina ganga í nokkrar mín þar til blandan er orðin ljós og létt.

  2. Bætið eggjum, vanilludropum og molasses út í og látið vélina ganga á háum hraða þar til allt hefur samlagast. Stoppið vélina og notið sleikju til þess að skafa meðfram veggjum skálarinnar og látið vélina svo ganga áfram í stutta stund til viðbótar svo allt sé örugglega að samlagast.

  3. Pískið saman hveiti, matarsóda, salt og kanil í skál. Bætið út í skálina á hrærivélinni og látið vélina ganga á lágri stillingu þar til allt hefur samlagast.

  4. Bætið höfrum, súkkulaði og trönuberjum út í og látið vélina ganga áfram á lægstu stillingu í stutta stund.

  5. Hyljið skálina með plastfilmu og leyfið deiginu að jafna sig í kæli í um 40-45 mín í kæli.

  6. Hitið ofn upp í 180°C með yfir og undirhita.

  7. Mótið 9 stk af 50 gramma deigkúlum og raðið með góðu millibili á ofnplötu með bökunarpappír. Notið lófann til þess að fletja kúlurnar aðeins út. Hyljið deigskálina aftur með plastfilmu og geymið deigið inni í ísskáp á milli hvers skammts.

  8. Bakið kökurnar í um 12-13 mín í miðjum ofninum. Kökurnar eru örlítið stökkar í köntunum og mjög mjúkar í miðjunni þegar þær koma úr ofninum en þær þéttast þegar þær kólna og verða chewy og ljúffengar. Endurtakið með restina af deiginu.

Comments


bottom of page