top of page

Dulce de leche súkkulaði smákökur

Ómótstæðilegar mjúkar súkkulaði smákökur með söltuðu dulce de leche og súkkulaðibitum sem dansa við bragðlaukana. Bættu við köldu glasi af mjólk og það verður ekki aftur snúið!

Smjör, 200 g / Við stofuhita

Hveiti, 250 g

Kakóduft, 30 g

Matarsódi, 5 g

Salt, 1 g

Kanil, 0,5 tsk / 1,25 g

Púðursykur sykur, 150 g

Sykur, 100 g

Egg, 2 stk

Vanilludropar, 1 tsk

Súkkulaði 56%, 100 g

Súkkulaðibitar, 1,5 dl /Ghirardelli, fást í Hagkaup

 
  1. Sigtið saman hveiti, kakóduft, matarsóda, salt og kanil.

  2. Hrærið smjör, sykur og púðursykur í hrærivél þar til blandan er mjúk og kremkennd.

  3. Bræðið 100 g af súkkulaði yfir vatnsbaði.

  4. Bætið eggjum, vanilludropum og bræddu súkkulaði út í sykurblönduna og hrærið þar til allt hefur samlagast.

  5. Bætið þurrefnablöndunni út í og látið vélina ganga rólega þar til allt hefur samlagast. Þetta er best að gera í 2-3 skömmtum. Varist að ofhræra blönduna.

  6. Hrærið helmingnum af súkkulaðibitunum saman við deigið og setjið það svo inn í kæli í 1 klst.

  7. Hitið ofn í 160 °C yfir og undir hita

  8. Myndið 9x 35 g kúlur og raðið með góðu bili á bökunarpappírsklædda ofnplötu. Geymið restina af deiginu í kæli á meðan kökurnar bakast.

  9. Fletjið kökurnar aðeins niður með lófanum og setjið smá klessu af dulce de leche og nokkra súkkulaðibita yfir hverja köku.

  10. Bakið í miðjum ofni í um 13 mín. Stráið örlitlu sjávarsalti yfir kökurnar þegar þær koma úr ofninum en leyfið þeim að kólna í nokkrar mín áður en þær eru fjarlægðar af ofnplötunni.

  11. Endurtakið með restina af deiginu.


Comments


bottom of page