Campari og appelsínusafi er klassísk blanda sem passar afskaplega vel saman.
Ef notast er við nýkreistann appelsínusafa sem er pískaður þar til froða hefur myndast þá kallast sú útgáfa Garibaldi og er vinsæll fordrykkur á Ítalíu.
Campari, 4 cl
Nýkreistur appelsínusafi, 12 cl
Appelsínubátur til skrauts
Setjið Campari og appelsínusafa í glas. Toppið með klaka og hrærið smá.
Skreytið með appelsínubát.
Comments