top of page

Bláberja & sítrónukaka með með glassúr

Updated: Aug 5, 2019

Þessi ljúffenga mjúka bláberja & sítrónukaka svíkur engann og sómir sér vel í hvaða kaffiboði sem er! Kakan er sérlega einföld í framkvæmd, með vanillu, safaríkum bláberjum, sítrónu og toppuð með einföldum glassúr og sítrónuberki. Ótrúlega góð!


Hveiti, 110 g

Matarsódi, 1/2 tsk

Salt, 1 ml

Frosin bláber, 180 g

Smjör, 45 g / Við stofuhita

Sykur, 65 g

Egg, 2 stk

Ab mjólk, 80 ml

Vanilludropar, 1 tsk

Sítróna, 1 stk

Flórsykur, 150 g

Mjólk, 2-4 msk

 
 1. Afþýðið bláberin og stillið ofn á 180 °C með yfir og undirhita. Sigtið saman hveiti, salt og matarsóda.

 2. Smyrjið 20 cm hringlaga kökuform með smá smjöri og leggið hringlaga bökunarpappír í botninn.

 3. Hrærið saman smjör og sykur með handþeytara þar til blandan er orðin ljós og létt.

 4. Hrærið 1 eggi í einu vel saman við smjörblönduna og svo vanilludropunum og Ab mjólkinni.

 5. Rífið börkinn af 1/2 sítrónunni og bætið út í blönduna ásamt um 1 msk af sítrónusafa. Hrærið vel saman.

 6. Hrærið þurrefnunum saman við blönduna þar til allt hefur samlagast.

 7. Dreifið helmingnum af deiginu í kökuformið og stráið rúmlega helmingnum af berjunum yfir. Dreifið restinni af deiginu svo yfir og toppið með afgangnum af bláberjunum.

 8. Bakið í miðjum ofni í 30-35 mín eða þar til tannstöngull kemur hreinn úr miðju kökunnar.

 9. Kælið kökuna í a.m.k. 5 mín áður en hún er fjarlægð úr mótinu og látin kólna að fullu.

 10. Til þess að gerið glassúr sem harðnar þá setjið þið flórsykur í lítinn pott með 2 msk af mjólk. Stillið á miðlungshita og hrærið vel í þar til blandan er búin að hitna svolítið (ekki láta suðu koma upp) og áferðin er orðin slétt og hæfilega fljótandi. Bætið við mjólk ef þess þarf og hrærið vel.

 11. Hellið glassúrnum yfir kökuna og rífið börkinn af 1/2 sítrónu yfir. Látið standa þar til glassúrinn er búinn að harðna.
Comments


bottom of page