top of page

Bestu bökuðu kartöflurnar og harissa mayo

Updated: Nov 23, 2021

Þessi eldunaraðferð á kartöflum er byggð á uppskrift sem ég sá frá Molly Yeh þar sem hún sýður kartöflurnar fyrst upp úr vel söltuðu vatni til þess að bragðbæta þar og fá þær sem stökkastar úr ofninum. Hér er mín útgáfa af þessum kartöflum, en mér þykir ljúffengt að bera þær fram með harissa mayo og góðri nautasteik.


Þessa uppskrift má auðveldlega tvöfalda.

Fyrir 2:

Japanskt mayo (Kewpie), 45 ml / Má vera venjulegt en Japanskt er betra

Sýrður rjómi 10%, 25 ml

Harissa mauk, 5 ml / Fæst í Melabúðinni

Hvítlauksduft, 2,5 ml

Reykt paprika, 2,5 ml

Kartöflur, 400 g

Borðsalt, 20 g

Smjör, 20 g

Vatn, 1 ltr

 
  1. Stillið ofn á 200 °C blástur.

  2. Hrærið saman mayo, sýrðum rjóma, harissa mauki, hvítlauksdufti og reyktri papriku. Smakkið til með salti og geymið í kæli

  3. Skerið kartöflur í jafnar munnbitastærðir. Setjið 1 líter af vatni og 20 g af borðsalti í pott og náið upp suðu. Bætið kartöflunum út í og sjóðið í 7 mín.

  4. Hellið kartöflunum í sigti og dreifið þeim svo yfir hreint eldhússtykki og leyfið þeim að jafna sig í smástund.

  5. Bræðið smjörið á meðan í pottinum og bætið kartöflunum svo út í pottinn. Veltið þeim varlega upp úr smjörinu þar til þær eru allar með létt lag af smjöri á sér og dreifið þeim þá yfir bökunarplötu með bökunarpappír.

  6. Bakið í miðjum ofni í 30-40 mín (fer eftir stærðinni á bitunum) en hrærið í þeim nokkrum sinnum.

  7. Kartöflurnar eru tilbúnar þegar þær eru orðnar fallega gylltar og stökkar að utan en mjúkar að innan.

Comments


bottom of page