top of page

Belgískar vöfflur með bláberjum og kanil

Virkilega góðar Belgískar vöfflur með bláberjum og kanil sem taka sunnudagskaffið upp á næsta level, ef svo má segja, en vöfflurnar verða extra léttar og stökkar þökk sé því að þeyta eggjahvíturnar og blanda svo varlega saman við restina af deiginu.


Bon appetit!

Kornsterkja, 30 g All-purpose hveiti, 90 g Lyftiduft, 0,5 tsk Salt, 0,5 tsk Matarsódi, 0,25 tsk Ceylon kanill, 1 tsk / Má líka nota venjulegan Sykur, 2 msk Nýmjólk, 60 ml Ab-mjólk, 180 ml Isio 4 olía, 90 ml Vanilludropar, 0,5 tsk 1 stórt egg

Góð handfylli af bláberjum

Hlynsýróp eftir smekk

 
  1. Hrærið öll þurrefnin fyrir utan sykurinn saman í meðalstóra skál og setjið til hliðar.

  2. Aðskiljið eggjarauðuna frá egginu og setjið hvítuna til hliðar í skál.

  3. Hrærið vel saman olíuna, nýmjólkina, ab-mjólkina og eggjarauðuna í annari skál.

  4. Hrærið mjólkurblönduna því næst saman við þurrefnin en án þess þó að ofhræra.

  5. Þeytið eggjahvítuna þar til hún er nógu stíf til að mynda stífan topp, bætið því næst sykrinum og vanilludropunum við og þeytið þangað til blandan er slétt og glansandi.

  6. Blandið eggjahvítunni að lokum varlega saman út í vöffludeigið.

  7. Hitið vöfflujárnið og smyrjið með ögn af smjöri eða olíu.

  8. Steikið vöfflurnar þar til þær eru fallega gylltar og stökkar en dreifið nokkrum bláberjum yfir vöffludeigið áður en þið lokið járninu.

  9. Berið fram með ferskum berjum og góðu hlynsýrópi.

Comments


bottom of page